miðvikudagur, september 05, 2007

næsta afmæli á morgun. frumburðurinn tólf ára. sjís maður. eins gott að ég á nóg af flórsykri og kakói og svona fyrir allar þessar kökur.

núna er föðurlandsmánuðurinn hérna í mexíkó. þann 15. er þjóðhátíðardagurinn og allan september er verið að halda uppá hann. Hús eru skreytt með fánum, götusalar selja skran í fánalitunum, skólar halda hátíðir þar sem börn eru klædd í indíánaföt og í kringum þann 15. eru haldin partý.
Hér með legg ég til að júní verði allur lagður undir þann 17. heima á fróni. júní verði gleðimánuður ársins þar sem allir ramba um stútfullir af þjóðarstolti.
aðra mánuði mættu sumir læra meiri þjóðarhógværð. hógværð er góð sé henni ekki snúið uppí undirlægjuhátt. rembingur er eitt af því leiðinlegra sem ég veit.

en nú er ég að fara í bað að skola af mér body-combat svitann.
já berglind. ég fór í body-combat. aunque usted no lo crea.

Engin ummæli: