mánudagur, september 03, 2007

fyrir sléttum 5 árum bjó ég á freyjugötu. þann 3.sept. 2002 sat ég í vínrauðum plusssófa að horfa á gamanmyndir og borða uppáhalds pizzuna mína úr eldsmiðjunni. á nokkra mínútna fresti setti ég á pásu á meðan andlitið á mér herptist saman vegna verkja.
þegar bíómyndirnar og pizzan voru búin kom pabbi og skutlaði mér og makanum yfir götuna á lansann þar sem ég fór í bað.
klukkan tuttugu mínútur fyrir miðnætti kom hún svo í heiminn. hún lotta. og í dag er hún búin með hálfan áratug af lífi.
þegar hún vaknaði í morgun leit hún niður eftir fótleggjunum á sér, horfði svo á handabökin á sér, snéri sér að mér og sagði: ,, sjáðu, ég er orðin stærri!". ég er svei mér ekki frá því að hún hafi rétt fyrir sér.

Engin ummæli: