þriðjudagur, september 25, 2007

ég vann verðlaun í grímuafmælinu. er bara að bíða eftir að fá góðu myndirnar til að geta montað mig, en mæ ó mæ hvað ég var fín... þó ég segi sjálf frá.
gærdagurinn (sunnudagur) fór í mikla endemis leti og almenna þreytu. og núna erum við að skoða hvernig við ætlum að eyða tímanum fram að íslandsför. spurning um að skreppa á ströndina...hmmm.... hljómar hreint ekki illa svona til að hita upp fyrir íslenska veturinn.
veit einhver um íbúð með húsgögnum sem ég gæti fengið leygða í nóvember?
bara að tékka.
og já, svo var ég að setja örfáar myndir hingað.

langar einhvern með í strandferð?

Engin ummæli: