þakka pent fyrir mig kæru Lóa og Þórður. gott að fá fæturna aftur niður á jörðuna og hefja leikinn þar sem frá var horfið. ég skil ekki hvaðan þetta brjálæði kom yfir mig og hef ég nú gert mér grein fyrir því að þessi síða var í upphafi hvort eð er bara fyrir ykkur tvö, nú og ef ég viðheld því markmiði þá verður lífið svo mikið mikið auðveldara og ég samkvæmt öllu að geraða gott við að uppfylla eigin væntingar. þe. væntingarnar um að eiga tvo lesendur. ójá. nú þýðir ekkert nema pollýannan á þetta allt samant. hef ákveðið að láta aldrei í minni pokann fyrir greiðslumatsyfirvaldinu og skal mér takast að kreista aura úr öllum svitaholum þar til ég fæ ókey á blaðið mitt og get keypt íbúðina mína. annað er fásinna. nú og svo er ég að losna við kvefið, finna ögn áhugaverðari verkefni í vinnunni og það er að koma helgi. sálfræðinemar mega analísera þessar uppsveiflur í skapi mínu þegar föstudagar eru ráðandi.
heyrðu já og við lóa sátum saman á sinfoníutónleikum í gærkvöldi. það var fínt, en við höfðum fengið nóg af rússneskum byltingum, finnskum fátæklingum og örvæntingu í tónum þegar kom að hléi og létum okkur því hverfa ásamt mínum ektamanni. ektamaðurinn fór heim til ektabarnanna en við systur ákváðum að næla okkur í eins og einn öl. það tókst nú ekki betur en svo að úr því varð hið fínasta endurminningakvöld með gömlum góðum vinum mínum, en ég skulda lúí svona girls night out.
spurning dagsins: er kók óhollt og fitandi, bara óhollt eða bara fitandi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli