þriðjudagur, febrúar 10, 2004

ehemm. afsakið örvæntinguna þarna fyrr í dag. er búin að eyða morgnum gærdags og ídagdags í námskeið í power point. langar mest að gera ógeðslega skrípó glærusýningar þar sem allir eru krúttílegir og snúast í hringi og skoppa um með trommusólói. verð víst að beisla sköpunargleðina og aðra gleði og láta mér nægja grá-blá glæra með einkennisstöfum í bakgrunni og voða penu lúkki en engu sem snýst, hreyfist eða heyrist í. djöh...! er amk búin að fatta að ég get stungið einum tappa í eyrað hér í arbejden þar sem ég næ útvarpinu í mexíkó inn í eyrað mitt. það er oft gaman á útvarpsstöðvum í mexíkó. sérstaklega þar sem spilað er salsa. sem þýðir sósa eins og ógeðslega margir vita en ákveðin kona hér á skrifstofunni getur aldrei troðið því inn í skallann á sér að það er asnalegt að segja salsasósa. sosum gamall pirringur... það er bara allt einhvernvegin meira pirrandi í dag. og fleiri dagar eru pirrandi þegar ég fæ ekki að gera það sem mér finnst gaman. ekki eins og maður biðji um mikið. gefur ágæta mynd af ástandinu þegar maður gerir sér grein fyrir því að stórkostleg framför og gleði hjá mér felst í því að geta mögulega orðið kennari! hvað er orðið úr þessum heimi? dios mio og salsasósa!!

Engin ummæli: