fimmtudagur, febrúar 12, 2004

greiðslumatið eitthvað að vefjast fyrir okkur. jamm og jæja. held að hausverkurinn minn tengist því eitthvað. en well... bráðum kemur vorið. merkilegt hérna í vinnunni hvað það hafa startað margir kúrar. einu sinni voru allir á herbalife. svo hættu allir að borða fitu. fyrir jólin var það svo bara-kjöt-kúrinn, þangað til yfirmaðurinn fékk nýrnasteina, og svo núna er það kolvetnasnautt. held nú samt að við séum öll eiginlega um það bil nákvæmlega eins og við vorum fyrir herbalife dagana. tók reyndar ekki þátt í neinu af þessu sjálf. ég hef tekið eftir því að því fleiri megrunarkúrar sem eru í gangi í kringum mig, því skemmtilegra finnst mér að borða djúsí mat. sko það verður gaman þegar ég borða hann fyrir framan þá sem eru að telja oní sig kaloríur, prótín, fitu, kólesteról, kolvetni og súrefni.
mmm....matur......

Engin ummæli: