mánudagur, febrúar 16, 2004

mér finnst leiðinlegt að lóa vilji ekki skrifa meir. en skil samt þetta með tilvistarkreppuna. spurning kannski um að við förum öll að taka svolitla Pollýönnu á þetta alltsamant og leggjum inn í gleðibankann eitthvað annað en tóman blús og eitt lag enn og smælaðu framaní heiminn, þá smælar heimurinn framaní þig. ég heiti Primula Toadfoot of Frogmorton á Hobbitsku. er að hugsa um að vera bara Primula héðanífrá, en það er erfitt að vera súr heiti maður Primula. Ég fór í göngutúr með familien í gær. tvo slíka reyndar. mikið óskaplega er gott að veðrið skuli vera að batna smám samant.
gæti verið sniðugt hjá mér að gera eins og sumir aðrir bloggarar sem skrifa bara um þjóðmálin og fréttirnar. þá hafa þeir alltaf skoðun, nóg af stórum umskriftarefnum og langt og mikið blogg. þannig fólk virkar eins og það eigi sér svaka innihaldsríkt líf. við hin hljómum fátæklegri, enda daglegt líf sosum enginn endalaus alsnægta uppákomubrunnur þar sem allt leikur á reiðiskjálfi allan liðlangan daginn. ónei, svosem ekki... allt fullt af mínútum og klukkutímum sem eru enganveginn í frásögur færandi og það gerir svona bloggsíður svolítið óþægilegar þegar maður sest niður og ætlar að vera brilljant og sniðugur, þá er bara andskotann ekki frá neinu að segja. nú þá er hægt að kvarta yfir því... þannig að þetta getur mjög auðveldlega dottið niður í sjálfsmeðaumkvunarkvartisíður, sem ég hef sjálf fengið að reyna, en svo er líka fólk sem er bara fyndið. þannig er hún lóa litla mín. hún kann að segja frá svo óhugnalega ómerkilegum uppákomum þannig að þær hljómi gersamlega hilarious og maður frussar yfir tölvuskjáinn úr flissi. slíkt lífgar uppá þurrpumpulegan hversdaginn hjá okkur hinum, en hjálpar lóu sjáfri kannski ekki eins mikið því fæst okkar hlægja hæðst að sjálfum sér. oseisei.
kannski væri bara best að skrifa um eitthvað allt annað en sjálfan sig......?
ps. svo eru nottlega til litlir perrar eins og hann hurlgurl

Engin ummæli: