fimmtudagur, febrúar 19, 2004

var einhver að tala um fréttir? njah, fréttir smjettir. fréttir á íslandi eru prump. það leysast öll mál alltaf svo auðveldlega, helst engin spenna í neinu í meira en korter. í mestalagi frá útgáfu moggans til hádegisfrétta en þá er búið að nappa glæpónana og læsa þá inni og taka af þeim skýrslu og henda þeim út aftur. sérstaklega auðveldur bransi í landi þar sem ræningjar eru nógu miklir nipwits til að rupla í hveragerði, og það bíllausir! svo finnst dauður kall í neskaupstað (íbúatala 3110 í des.2003) og allt C.S.I lið íslands hrekkur í gírinn og dustar rykið af smásjánum. ég varð reyndar aðeins spennt og vonaði að þetta hefði verið kaldrifjað mafíósamorð sem ætti eftir að draga langan dilk rannsókna og uppgötvana á eftir sér... en nei, þetta var bara klaufi sem gleypti hálft kíló af dópi, fékk svo illt í magann og dó. fréttir smjettir. ekki það að sosum er ósköp fínt að búa þar sem ræningjarnir eru allir kjánaprik og maður getur gert ráð fyrir því að endurheimta eigur sínar að öllum líkindum fyrir kvöldfréttir. geðsjúkir fjöldamorðingjar eru óþekktir og þeir sem hafa tendensa fá vinnu í sláturfélagi suðurlands.
ein tegund glæpóna þykir mér þó verst og af þeim er mest hér á bæ, en það eru þeir sem ákveða hluti eins og að maður geti ekki keypt sér húsnæði án þess að fara í greiðslumat og svo fer maður í greiðslumat og skal bara punga út 5900 krónum fyrir því vesgú og takk fyrir mig. valmöguleikar eru núll. það er nú meira helvítis pakkið. sem breytir þó ekki því að dagurinn í dag er hinn fegursti....

Engin ummæli: