fimmtudagur, febrúar 05, 2004

hei hó. ég er í betra skapi í dag. svaf mun betur eftir að allir hættu að hafa hita eða ræpu heima hjá mér.
í dag er ég búin að rita eina fundargerð og skrifa niður minnispunkta um framtíðar áætlunar mögulega kynningar starfsemis umræðu tillögur fyrir næstkomandi fund. ó ég hlakka svo til.
fór út að borða með mið-fjölskyldunni í gær (hvorki kjarnafjölskyldunni né stórfjölskyldunni heldur hinni) í tilefni af kvart-aldar afmæli lillu sys. mæli með ostapizzunni og ítölunum með gítarana. þeir syngja fínt. svo komu þarna nokkrir aðrir ítalir sem settust aðeins í kring og sungu með í lágum rómi. ábyggilega að reyna að fá smá nostalgíupillu eftir allt fjandans frostið. skil það sosum vel þegar heit-blóðs-fólk lendir fyrir stríðni örlaganna hér uppi á klaka þar sem bros og faðmlög eru dýr. en jæja, lítið sem ég get gert í því nema bara splæsa gefins brosum á mannskapinn. þykist reyndar vera ágætlega góð í því. ég hef nebblega þjálfast í svona ókunnugratali og almennri jákvæðni í gegnum tíðina. ekkert slæmt um það að segja. fór td. í fiskbúðina í gær. það var sko fyrir 17 mánaða aðilan sem ekkert hefur viljað borða undanfarið, ekki því ég borðaði bæði fisk og ostapizzu í kvöldmat. nema hvað, kisa nokkur reyndi að komast inn í fiskbúð. ég nefndi það við fisksalann og í framhaldi af því spunnust hinar ágætustu samræður um þróun í kattahaldi miðbæjarbúa, átvenjum kattanna og holdafari ungmenna. klassísk umræðuefni. og ég þakkaði svo pent fyrir mig, kvaddi og gekk út í kuldann hin ánægðasta og í bakgrunni mátti sjá glitta í brosandi fisksala í gegnum rúðuna. það er svo auðvelt að gera þennan heim fallegri ef við bara drögum fésið útúr rassgatinu á okkur.
ó já.
ps. með fési í rassgati á ég við (á frekar óskýran máta) þegar fólk er svo upptekið af eigin tilveru og rassgati að það gleymir/nennir ekki að leyfa tilveru ókunnugra að fléttast inn í sína eitt augnablik.
eða er ég of djúp...?

Engin ummæli: