förstudagur. gott mál. heimilið mitt er orðið hjálparstofnun. ekki þó kirkjunnar. bý samt rétt hjá kirkju. hef einhverra hluta vegna yfirleitt búið eigi alls langt frá slíkum stofnunum. veit sosum ekki hvað það gæti sagt okkur hvorki um sjálfa mig né kirkjur.
rólegt á skrifstofunni. heyri bara lágt muldur í einstaka símtölum í fjarska. administrator tölvan malar, prentarinn segir bíp af og til þegar hann vill fá umslag í sig og síminn hringir mjúkt grrrrr..... grrrrr.... rautt ljós blikkar á honum.
ég er haldin manískri þráhyggju eftir að skrá allar kennitölurnar. les þær í alvörunni og sé mynstur. held að 2529 sé algengasta ending á kennitölu á Íslandi. vinsamlegast afsannið það.
ég þarf að fara að komast út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli