börnin fengu frjálsar hendur með að skrifa texta sem þau áttu að flytja. ég gaf þeim nokkur þemu sem þau gátu valið úr og túlkað að vild.
þeim er bush og íraksstríðið greinilega ofarlega í huga. þau hljómuðu engan veginn kát þegar rætt var um það ástand. samt áttu mörg þann draum að flytja til bandaríkjanna og verða þar háttsettir lögfræðingar, starfa hjá fbi eða verða bara einhvernvegin forríkir letihaugar sem kunna að fjárfesta og eyða.
stelpurnar nefndu tvö börn og hund en aðeins einn drengur minntist á konu og börn. hinir voru meira í fjármálapælingum. stelpurnar ætla samt allar að læra mikið og verða ríkar líka.
einstaka langar til að bjarga heiminum og er það vel. þó svo að enginn hafi viðurkennt áhuga á stjórnmálum (kannski ekki nema von) þá eru þau skrambi meðvituð um ljótleikann sem er í skemmtilegum kontrast við framtíðardraumana sem hljómuðu allir saman eins og ein góð kvölddagskrá á skjá einum.
enginn ætlar að verða meðaljón í ágætlega borguðu en þreytandi starfi. enginn ætlar að lenda í skilnaði og eignast óþekk skrýmsli. enginn ætlar að eiga ryðgaðan bíl.
ætli þau geti hugsað sér að verða kennarar?
já og ég er að gera tilboð í íbúð. jahú. það er spennandi. ég er kennandi spennandi með vatnið rennandi og upp-glennandi.
spurning um að fara að semja kennarasöngva.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli