mánudagur, ágúst 16, 2004

jæja börnin góð. nú er maja semsagt orðin kennslukona. má víst ekki titla mig sem kennara en er samt að kenna. go figure.
búin að kenna fyrstu tímana og boy hvað ég var stressuð fyrst í morgun. maginn í hnút og hendurnar kaldar, en ég hélt kúlinu og þóttist voða vön og vitur. þetta er svolítið eins og þegar ég var að vinna á leikskólanum hérna í den, maður verður að virðast vita meira og halda stílnum svo að nemendurnir fatti ekki að ég sé að mörgu leyti alveg jafn stressuð (ef ekki meira) og þau og að þau þori ekki að gleypa mig í sig.
hægara sagt en gert, sérstaklega þegar fólk er ekki þessi átorítet-týpa að upplagi. sem ég er ekki.
þessir krakkar virðast þó vera hin bestu skinn. flest um 16 ára, mjög misjafnlega á veg komin í vexti, sumir nota enn skó nr. 36 og aðrir eru komnir upp í 47 (segja þeir, nú sel ég það ekki dýrara en ég keypti það).
og ég er aftur komin með íslenska stafi. sem er gott.

ég horfði óvart eins og áður sagði, á rímnastríð á popp-tíví um daginn og þá fékk ég vægt menningarsjokk. ég ímyndaði mér að nemendurnir yrðu allir með buxurnar á hælunum, derhúfur og í körfuboltabolum og að þeir myndu segja fokk í öðru hverju orði. jafnvel að þeir töluðu í rímum í stíl við ameríska ghettó-blastara. svo er þó sem betur fer ekki og ég hef ekki enn heyrt neinn segja fokk.

ég er mjög fegin að sjá að það eru fleiri kennarar stressaðir en ég. það er alltaf gott að finna að fleiri eru gallaðir en ég sjálf.

jamm... best að fara að undirbúa næsta tíma.
ef það er eitthvað sem þið viljið að ég komi á framfæri við æsku landsins, vinsamlegast látið mig vita og ég skal gera mitt besta.

bless á meðan

Engin ummæli: