þriðjudagur, ágúst 31, 2004

já semsagt ég er engill. það er gott að vita.
sem minnir mig á það... ég datt óvart inní lokaþátt syrpunnar angels in america (minnir mig að hún heiti), í gær. hef reyndar ekkert horft áður en datt eins og ég segi í þennan þátt. svaka frægir leikarar og greinilega ekkert sparað til. fengu ef ég skildi rétt einhvern slatta af verðlaunum og dótaríi og slógu í gegn.
get þó ekki annað sagt en að mér hafi þótt endirinn frekar ræpukenndur. sérstaklega þegar einhver gaur sem var semsagt hommi sem klifraði upp logandi stiga uppí einhverskonar himnaríki var að halda ræðu yfir nokkrum yfirmönnum í efra um að hann vildi fá að lifa. hann þruglaði eitthvað um að þó svo að lífið væri erfitt og hann væri veikur og mannveran þjáist voða mikið, vildi hann samt fá að lifa. það væri nóg fyrir mannkynið að eiga von, þá væri allt í lagi. svo talaði hann um að fólkið sem ætti engan mat, sæi fjölskyldurnar sínar veslast upp eða þyrfti að plokka flugur úr augum barna sinna vildi samt lifa, því þrátt fyrir allt eigum við von. hörmungar og vesöld eru ekki eins slæmar og englarnir héldu vegna þess að lífið er dásamlegur hlutur. já og svo reyndu þeir meira að segja að pota inn kommenti um að ísrael ætti rétt á landi sínu en að þeir ættu nú samt að vera góðir og leyfa palestínumönnum að búa í friði á gaza svæðinu. dýptin allsráðandi.
waca waca jara jara blebbedí blebb.
og hér koma bandaríkjafordómar míns eigins í ljós.
yfirlæti, heilaþvottur og kjaftæði.
allir eru jafnir fyrir guði og samkennd mannkynsins kemur fram þegar við horfum í augu hins saklausa barns og sjáum vonina og tilganginn með lífinu og birtan í kring er svo mjúk og tónlistin undir er svo fögur að það er ekki hægt annað en tárast.
endemis þvaður.

ekki það að ég þekki hreint ágætis fólk frá bandaríkjunum, en það breytir ekki því að ég er haldin fordómum.
áhugasömum vil ég benda á bókina ,,why do people hate america". hún fæst líklegast á amazon.
hananú.

Engin ummæli: