föstudagur, ágúst 31, 2007

gerði skúffuköku í dag (fimmtudag), bara til að prófa. hún varð að molum. helvítis gasofnar. ég er samt eiginlega búin að fatta hann. en mikið fjandi er pirrandi að baka ljótar kökur. hún var góð á bragðið, það vantar ekki, en ljótur andskoti.

tengdamóðirin er komin til að hjálpa við afmælisundirbúning. þetta verður stærsta barnaafmæli sem ég hef haldið hingað til. ég er vön kaffisamsætum á milli 3 og 6 en ekki risafjölskylduteitum frá morgni til kvölds. en þetta verður gaman. o sei sei.

nieves kemur að hjálpa mér á morgun. ég ætla að gefa henni ljótu skúffukökuna.

Engin ummæli: