sunnudagur, janúar 11, 2009

í gærkveld fórum við hjú í árlegt áramótapartý æskuvinkvenna minna og maka þeirra. á hverju ári er eitthvað þema og í ár var það las vegas eða kasínó. samkvæmisgestir voru svo endemis ótrúlega fínir til fara að ég hef sjaldan séð annað eins. ég var eiginlega örlítið ekki á heimavelli í svona miklum fínheitum en það er þó alltaf gaman að sjá liðið enda fínasta lið.
partýið var haldið í endanum á vatnsendahverfi, hvað sem það nú er. ég sat með símaskrárkortið í fanginu alla leið til að rata þennan skratta en það tókst á endanum. til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því að komast uppeftir aftur í dag ákvað ég, enda skynsöm stúlka, að drekka ekki nema eitt stykki bjór og feika það svo bara með kókglasi þar sem eftir lifði kvölds. því var ég fegin bæði í gær þegar við þurftum skyndilega að hverfa úr veislunni vegna ástands á söntu maríu og líka í morgun þegar ég hvar hvorki með hausverk né þurfti að finna leið til að komast aftur út á heimsenda til að ná í bílinn.
ef ég hefði verið að drekka hefði mér þó sennilega gengið betur í póker.

Engin ummæli: