sunnudagur, janúar 04, 2009

það var eins og við manninn mælt. dagurinn var klessa.
af því tilefni sit ég hér og sötra bjór til samlætis samlöndum þeim er sitja annarstaðar og drekka bjór. skál.
ég er farin að hlakka til að taka niður jólaskrautið. henda jólatrénu út á götu. losna við alla litlu kallana sem gægjast úr hillum og gluggum. hætta að sjá rautt.
jólaþreyta. ætli það sé ekki sjúkdómsgreiningin.

og þar með var hugmyndaflug mitt uppurið. uppu-rið.
sjáum til hvort það kemur aftur á morgun. mor-gun. nei djók.

Engin ummæli: