á fólk einhverjar ,,sínar týpur"? mig grunar einhvernvegin að einhverstaðar innst inni séum við nú mörg ósköp svipuð. eða sko, lommér að skilgreina... það eru til manngerðir og það eru til týpur. með manngerð á ég við hvernig fólk er að innan en með týpu á ég við hvaða stíl fólk hefur valið sér í klæðaburði og líferni.
mín kenning er sú að manngerðirnar geti verið nokkuð fjölbreyttar. innst inni berjumst við þó sennilega vel flest við sömu takmarkanir, vonir, drauma og þrár. en sumir eru stressaðir og aðrir ekki. einir eru yfirgangssamir, aðrir undirgefnir. sumt fólk er orkumikið, annað ekki. einhverjum þykir best að vera heima, aðrir vilja helst vera út um allt.... nema hvað... það sem ég er eiginlega frekar að hugsa um eru týpur. við mannfólkið skiptum okkur í hópa með klæðaburði, bæði meðvitað og ómeðvitað. frumburðurinn er til dæmis kominn með gallabuxurnar niður á miðjan rass og vill alls ekki láta sjá sig í neinu þröngu. með því er hann að stimpla sig inn í ákveðinn hóp fólks sem klæðir sig á þann veg.
það eru til ýmsar týpur fólks og hverjum og einum þykir hann sennilega tilheyra þeim sem eru ,,eðlilegir". ætli það megi ekki rífast um það endalaust hvað er eðlilegt eða flottara en annað, enda smekksatriði í raun og veru.
nema hvað... stíll fólks fer auðvitað að miklu leyti eftir því hverja það umgengst.
mikið af því unga fólki sem býr hér í miðbæ reykjavíkur hefur ákveðinn stíl. hann felst svolítið í ,,stílleysi", þ.e. fólk er mjög frjálst í klæðaburði en þó þannig að það sker sig úr öðrum hópum. notar t.d. gömul föt og snjáð eða gamaldags.
fatastíll fólks er líka oft skilgreindur eftir framhaldsskólum. en það er gömul saga.
en ókey... nú skal ég hætta. það sem ég er bara að reyna að segja er að það er alveg sama í hvaða hóp við skilgreinum okkur með fatastíl og útliti, þegar allt kemur til alls erum við oftar en ekki óskaplega svipuð að innan þegar fötin eru komin á gólfið.
fólk á ekki að gefa sér fyrirfram að það geti ekki átt samleið með þeim sem eru ekki ,,þeirra týpur". og hananú. heyrirðu það.
eníhús... að allri speki slepptri þá er familían á skólavörðustígnum að rísa úr rekkju, betra seint en aldrei vissulega. í gærkveld komu systirin og foreldrarnir ásamt vinum frumburðarins og við spiluðum leirsjonarí með svakalegum hamagangi og látum. leirsjonarí er eins og pictionary nema með leir. gebbað stuð. já og ég fór fyrst í sund með þeirri litlu. ýmislegt leggur maður á sig til að þreyta börnin sín. ó já. en það var gott. alltaf gott í sundi.
kvöldið endaði svo á vídeóglápi ásamt systurinni. systrakvöld alltaf góð líka. seisei.
dagurinn í dag byrjar letilega og verður sennilega hálfgerð klessa. ég er að reyna að undirbúa mig andlega undir að vakna klukkan átta á mánudaginn en það er eitthvað að gerast hægt. svo þarf ég víst að semja kennsluáætlun... úff.
en í dag er það fjölskyldan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli