föstudagur, janúar 02, 2009

það er sko ekkert frí að vera í fríi með börnin sín.
en nú er ég með tvö stykki sem er vissulega auðveldara en eitt því þau leika og hafa ofanaf fyrir hvort öðru. ég þarf bara að vera á svæðinu og gera eitthvað þegar þau eru svöng.
en fyrst ætla ég að fara með litla parið á róló þar sem þau geta gengið af göflunum. þar ætla ég að sitja lengi og góna út í loftið, enda enn hálf vönkuð eftir áramótin.
sitja og góna. það er það gáfulegasta sem ég get gert í dag.

Engin ummæli: