fimmtudagur, september 09, 2004

það er eitthvað skrýtið við bloggerinn í dag. kommentakerfið virðist vera horfið... vonandi birtist það sjálfkrafa á ný, enda veit ég fátt um það sem ég gæti gert til að redda því ef það reddar sér ekki sjálft.
nema hvað, í gær skrifaði ég voða fína færslu um síðari ferð mína í útnárann á grafarvogi, copyaði hana og allt, en einhvernvegin tókst mér að glata henni. slíkt kemur jafnvel stóískum í vont skap en ég hef ákveðið að anda djúpt og læra að sleppa. sennilega var þessari færslu ekki ætlað að birtast. æðri máttarvöld tóku hana úr umferð. eða eitthvað.

skiptir svosem ekki máli enda ekkert voðalega spennandi að lesa um hvernig mér tókst að villast og keyra um í 45 mínútur án þess að rata útúr grafarvogi.

en nú þarf ég semsagt að rjúka að sækja síðburðinn sem þjáist af leikskólabakslagi.

barf

Engin ummæli: