mánudagur, september 20, 2004

fékk verkfall í andlitið í morgun. henti frumburðinum í bleyti og gerði annarra barna móður ábyrga fyrir honum eftir að hann þornaði. fínt að þekkja svona listafólk sem er heima hjá sér að skapa allan daginn. frétti líka að mamman byggi til hasar mat. hasarmat, alhasamm alhamdulilah inshalla shukran.
mikið væri ég til í að tala arabísku. aneh mabedi mushkila. það þýðir víst "ég vil engin vandræði". gott að vita ef farið er í gönguferðir um stríðshrjáð lönd araba. ég var sko að tala við konu frá arabalandi áðan. hún er íslamstrúar (það er ekki vinsælt að nota orðið múslimi eða múhameðstrúar skilst mér). hún sagði mér frá því að hér á landi býr nú ágætis gomma af trúsystkinum hennar og er það vel að mínu mati. ég væri til í að kíkja í messu en ég hef ekki enn fundið bænahús þeirra ef eitthvað er.
mætti ég kaupa eins og 6 gáma, raða þeim saman og innrétta sem íbúðarhúsnæði? hvað kostar gámurinn? gámafermeterinn er líklegast ódýrari en fermeterinn í íbúðum í miðbænum, og víðsvegar annarstaðar ef út í það er farið. sennilega væri samt ódýrara að kaupa einbýlishús á patreksfirði en gám í 101. hvort ætti ég að kaupa mér pent hús eða penthouse?
sem minnir mig á hvað ég hef alltaf verið heilluð af öllu röndóttu. alveg frá því að ég man eftir mér. ætli það segi eitthvað um karakter fólks, hvernig mynstur þeim líkar best? svo eru sumir nottla einlitir. en ég er semsagt röndótt. það er bara eitthvað við þetta mynstur sem alveg gersamlega hringlar í skilningarvitunum á mér. röndótt röndótt það er ég. fann samt ekkert á útsölunni í polarn og pyret. hver röndóttur!
hvernig fara offitusjúklingar að því að troða sér inn í bíla?

ég þekki mann sem er andleg antíkmubla. mubla er tökuorð úr dönsku og hefur sennilega feststs í máli voru þegar yfirstéttin snakkaði þá tungu. mubla á spænsku er mueble, hvenær talaði yfirstéttin á spáni dönsku? eitthvað hefur greinilega farið framhjá sagnfræðingum í þessum efnum.

það er nú svo og svo er nú það.

Engin ummæli: