nú er ég kerlingin sem situr yfir nemendum sem eru að taka próf. þessi sem passar að enginn sé að svindla og segir "það eru 5 mínútur eftir" svo að allir verði stressaðir og drífi sig í stóru spurningarnar sem þeir voru að geyma þar til í restina. ég er þessi sem passar að það sé þögn og að enginn sé með gemsa á borðinu.
mikið fór fólk eins og ég í taugarnar á mér þegar ég var hinumegin við kennaraborðið.
held samt að ég nái ágætlega til grislinganna þrátt fyrir allt. þau segja mér amk hvaða kennarar eru leiðinlegir. tel það vera merki um traust.
vá hvað það er gaman að sitja í stúdíóinu á laugavegi og fylgjast með fólkinu ganga framhjá. segi mér svo enginn að íslendingar séu einsleitir.
gamlir karlar á ráfi, fullt miðaldra fólk sem hefur ekkert annað að gera en hangsa í bænum, ungar gellur með bert á milli í skóm sem segja klakk klakk, miðaldra konur í kasmír með rauðan lit í hárinu, verkamenn í göllum, ungir jakkafatar og dragt- naglar á uppleið, tölvugaurar á leið í nexus og tattúveraðir vöðvar með litað svart hár og sporðdreka á bak við eyrað.
hvaða týpa er ég eiginlega?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli