þriðjudagur, september 21, 2004

ég er að hugsa um að finna upp eitthvað ómissandi, fá einkaleyfi á því og lifa á gróðanum það sem eftir er.
nú er bara vandinn að búa til eitthvað ómissandi sem engum hefur dottið í hug fyrr.
látum okkur nú sjá....
ryksegull. nokkurskonar segull sem dregur til sín ryk í íbúðum. tækið er falið undir sófa eða úti í horni þaðan sem það sýgur bókstaflega að sér allt ryk í ákveðnum radíus. svo einu sinni í mánuði er skipt um segul og þeim eldri hent í ruslið. (þeir verða einnota svo að ég hætti ekki að græða). með þessari uppfinningu mun ég gera ryksugur svo til óþarfar á heimilum.
sjálfvirkur bak og axlanuddari. gúmmíhendur sem hengdar eru á bak og axlir og sett í gang. þá sjá hendurnar um að veita unaðslegt slökunarnudd. fjarstýring fylgir.
lyktarvari. lítill hnappur sem fólk ber með sér, einn í buxnavasa, einn í brjóstvasa, einn í hálsfesti og einn innsaumaður í skó. hnapparnir eru einskonar lyktarnemar sem skynja eingöngu svitalykt, táfýlu, andfýlu og almenna óhreinindalykt af þeim sem hnappana ber. fari lyktin yfir ákveðið hámark heyrist píp og þá getur eigandi hnappanna og lyktarinnar gert viðeigandi ráðstafanir.

nú þarf ég bara að finna útúrþví hvernig ég bý þetta dót til.

Engin ummæli: