mánudagur, september 06, 2004

jamm og jæja. best að vera ekkert að blogga þetta þegar íslenskir stafir eru ekki til staðar. frussuleiðinlegt að lesa þennan fjanda.

nema hvað...
afmælisveislan tvöfalda tókst bara ansi vel þó ég segi sjálf frá. upp gufuðu tvö föt af brauðrétti, tvær púðursykurtertur með rjóma og nóakroppi, vel rúmlega hálf skúffukaka, fjall af vöfflum, heil rúlluterta með jarðaberjum og einn pakki af saltstöngum.
ég kann ekki að elda en ég státa mig þó af því að vera ansi sleip þegar kemur að kökuhlaðborðum. verð samt að viðurkenna að skúffukakan kom frá þeirri konu er veitti mér líf og rúllutertan kom frá þeirri sem veitti henni líf. svo átti síðburðurinn þátt í skreytingum og plokki. þetta var semsagt fjögurra kynslóða hlaðborð.
en ég var samt aðal. þó ég segi sjálf frá.
(þetta er þáttur í einkaþerapíunni minni... ég komst nefnilega að því að ég tilheyri kynslóð sem hefur uppsprengda þörf fyrir hrós og getur lent í sjálfsímyndarkrísu sé þeirri þörf ekki fullnægt. þar sem öðrum kynslóðum er ekkert sérlega tamt að hrósa samferðafólki sínu getur verið lífsspursmál fyrir hróshungraða eins og mig að kunna að hrósa okkur sjálf. í því felst þerapían sem um ræðir. gott hjá mér.)

mér fannst voða gaman í afmælinu að bjóða fólki að fá sér kaffi og meððí af kökuborðinu sem svignaði undan kræsingunum, og skjóta inn um leið hinu klassíska ,,endilega fáið ykkur af öllum sortum, og fyrirgefiði hvað þetta er ómerkilegt". þetta sagði ég sko til þess að fá fólk til að glotta, brosa eða hreinlega skella uppúr yfir fáránleika afsökunarbeiðninnar, enda ekkert ómerkilegt við kökuhauginn. svo sagði ég ,,ég ætla samt ekkert að vera að fá mér sjálf því ég er svo feit" til þess að fá einhvern til að segja mér að ég væri sko bara alls ekkert feit.
nei nú er ég komin með svefngalsa.... bölvað rugl og vitleysa...hahahahaha......
ég er sko ekkert feit, ég er hasar kroppur og hasar kokkur og bara hasar yfir höfuð. ekkert að mér. hahahahaha.... þessum unglingum tekst sko ekkert að komast innfyrir brynjuna mína, þau skulu aldrei ná sálinni...ég þarf hrós, ég er fín, ég get þetta, það er allt í besta lagi og ég hef fullkomna stjórn á tilverunni.

já.

anda djúpt inn um nefið
og sleppa.

mánudagur.

Engin ummæli: