miðvikudagur, september 15, 2004

hvað ef ég er klón? ef ég kannski kem heim í kvöld og finn einhver sönnunargögn sem sýna að ég er ekki orgínallinn og að ég sé bara eins og ljósrit af einhverri gellu sem fannst hún svo frábær að hún ákvað að klóna sig og er svo kannski að fylgjast með mér úr leyni. djöfull væri það spúkí.

hvað ef ég er keng-spila-band-sjóðandi-geðveik? svo geðveik að ég héldi í rauninni inni í höfðinu á mér að ég væri rosalega skýr ung stúlka á uppleið, í fínni vinnu og ætti fína fjölskyldu og allt voða eðlilegt og kósí, en í raun er það bara hugarburður minn þar sem ég sit í spennitreyjunni minni úti í horni og lem höfðinu í vegginn með órætt bros á vör.

hvað ef ég er vampýra? lifi ósköp eðlilegu lífi á daginn en um leið og ég sofna vaknar hin hliðin á mér og ég læðist út í nóttina og sýg blóð úr rónum, nóg til þess að verða södd en þó ekki of mikið til að þeir verði bara rétt ringlaðir. svo skola ég á mér munninn því ég vil ekki að hin hliðin komist að næturbröltinu, áður en ég skríð upp í rúm þar sem ég vakna aftur sem dagfarsprúða ég.

kannski er það þessvegna sem ég þarf alltaf að pissa á morgnanna... ?

Engin ummæli: