miðvikudagur, júlí 04, 2007

mér er illt í ónýta jaxlinum. mig langar til tomma tannlæknis. ég treysti einhvernvegin ekki mexíkönskum tannlæknum eftir að bifvélavirkinn dró úr mér endajaxlinn hérna um árið. makinn minn var aðstoðarmaður hans. martröð.

væri einhver til í að stofna söfnunarreikning undir nafninu ,,tannlækninn út"? og svo sendið þið mér vinsamlegast hann tomma hingað út svo að hann geti lagað mig. ég yrði óendanlega þakklát.

Engin ummæli: