mánudagur, júlí 16, 2007

ég held að mig langi til að flytja til frakklands. í litla borg sunnarlega. þar sem ég get sagt bon jour við nágrannana og ávaxtasalann og svona. og ég ætla að verða rosa góð í frönsku. og búa í lítilli íbúð. verst að mér þykir rauðvín vont.

í metepec gengur lífið sinn vanagang. það er hálf þreytandi að vera í fríi. ég hef alltaf verið meira fyrir hina dagana. nema að vakna snemma. ég er b-manneskja. fúnkera best á kvöldin.

ég er að verða hugmyndalaus.... um hvað á ég að skrifa?

Engin ummæli: