mánudagur, júlí 02, 2007

hérna er oftast sól á daginn. hitinn fer yfirleitt hærra en á íslandi. samt er sumarið á íslandi einhvernvegin meira spennandi. þegar ég sé að það er hlýtt heima langar mig í sund og að kaupa ís og grilla. hérna koma stundum karlar að slá grasið og þá fyllist ég sumarstemmingu. það er eitthvað við hljóðið í slátturvél.
ég hlusta á bylgjuna í gegnum netið og það heyrist á fólki að það er sumar. alltaf verið að tala um veðrið og svo er fólk voða mikið að óska manni gleðilegs sumars. hérna óskar aldrei neinn gleðilegs sumars og enginn talar neitt sérstaklega um sólina.
mig vantar meira svona sumar sumar.

gleðilegt sumar

Engin ummæli: