laugardagur, júlí 28, 2007

svosem ekki merkileg tannlæknaferð. frumburðurinn fékk gúlann fylltan af málmi og aðstoðarkonan var klædd eins og hún væri á leiðinni í partý. ég er einhvernvegin ekki vön því að aðstoðarkonur á tannlæknastofum séu uppstrílaðar.
javier var hress og gott ef ég sá hann ekki blikka þá stuttu sem brosti blítt á móti.
en það var meira spennandi í fyrra skiptið.

núna eru þrumur og eldingar úti og himnarnir eru að hrynja yfir okkur. á til að gerast seinnipartinn þessa dagana.
ég er farin að keyra um bæinn eins og ég fái borgað fyrir og núna rata ég á amk. 4 staði. og er stolt af.

ég er að hugsa um að slaka á yfir helgina.
sjáumst á mánudaginn ef mér dettur ekkert fleira í hug...

Engin ummæli: