föstudagur, júlí 13, 2007

sú fráskilda fór úr húsi í gær til að forðast rifrildi við eiginmanninn á meðan hann kæmi að heimsækja synina tvo. skildi þá eftir með magos sem er konan sem hefur búið heima hjá henni til að þrífa, elda og sjá um strákana. þegar hún kom heim í gærkveld hafði eiginmaðurinn farið með strákana og magos og nú hefur hún ekki hugmynd hvar þeir eru niðurkomnir. þetta er samt allt eitthvað gruggugt. hún er amk farin með fötin sín heim til móður sinnar og hér stendur húsið autt. fullt af dóti, en autt. það sem hún segir stemmir samt ekki alltaf svo að það verður að passa að skoða allar hliðar málsins.
eiginmaðurinn hélt framhjá en varð svo fúll þegar hún kom heim með kærasta viku eftir að hann fór. hún hefur verið svo upptekin af kærastanum að þjónustustúlkan er næstum búin að sjá um þá ein undanfarið. pabbinn er búinn að vera pirraður og erfiður, en við erum að sjálfsögðu bara búin að fá hennar hlið málsins.
þessi mun að öllum líkindum vinna verðlaunin sem safaríkasta kjaftasaga ársins í þessu hverfi...
en nú er ég að fara á nágrannafund. ætla að sjá hvort mér tekst að ná myndum af einhverjum af söguhetjunum.

Engin ummæli: