þriðjudagur, júlí 31, 2007

á föstudagskvöldið gerðist eitthvað. kannski keyrði einhver á staur. kannski var staurinn fúinn í gegn. kannski var hann étinn af termítum. kannski laust hann elding. hvað svo sem gerðist er málið að símastaur hérna rétt fyrir utan hrundi niður á föstudagskvöldið. og við vorum síma- og internetlaus alla helgina og þangað til í gærkveld. sem frústreraði mig örlítið og vakti þar með eigin grunsemdir um internetfíkn, en annars hafði ég það bara fínt. við familían fórum á rúntinn um höfuðborgina og ég tók myndir og við átum góðan mat og ís og alltmuligt.
og svosem ekkert merkilegt með það...

hér í hverfinu eru samskiptamynstrin farin að þróast úr upphafsæsingnum yfir í eðlilegra magn samskipta. kerlurnar halda áfram að púsla heima hjá hver annarri, karlarnir halda áfram að vinna allan daginn og börnin halda áfram að leika og rífast til skiptis. ég er hinsvegar búin að finna minn passlega skammt sem felst í því að kíkja af og til á púslarana en eyða annars tíma mínum í aðra hluti, s.s. eins og að undirbúa mig fyrir próf og svona.

ég var bara að enda við að átta mig á muninum á því að hafa rafmagn og síma neðanjarðar eða hangandi yfir höfðinu á þér. aldeilis munur.

hvað segir þú annars gott?

Engin ummæli: