föstudagur, júlí 20, 2007

í gærkveld fór ég út að borða með þremur aðþrengdum eiginkonum. ein átti afmæli. við fórum voða fínar á ítalskan veitingastað og fengum okkur góðan mat og aðeins neðaníði. ég held að við höfum verið voða sætar því þjónarnir komu í hópum með tælandi glott á vörum og hálf partinn rifust um að þjóna okkur. eða kannski var það bara af því að það var ekkert annað að gera hjá þeim...
nema hvað
engin kerlanna sem ég var með er ólétt og engin þeirra á nýfætt barn. samt eyddu þær öllum tímanum í að tala um og rifja upp fæðingar og óléttur. mig var farið að gruna að einhver væri ólétt, en svo reyndist semsagt ekki vera. eftir matinn fórum við heim til einnar þeirra að fá okkur aðeins meira neðaníði og þá til allrar hamingju breyttist umræðuefnið. það fór úr óléttum og fæðingum yfir í fjarverandi og furðulega feður. ég gat svosem ekkert sagt um pabba minn þar sem hann stakk ekki af þegar ég var lítil, er ekki með skrýtna sjúkdóma, á ekki börn með öðrum konum sem ég kynntist á fullorðinsaldri (amk. ekki að því er ég veit :), er mér ekki ókunnugur og er ekki ekki alvöru pabbi minn (ég held amk ekki því við erum svo fjári lík).
þannig að ég bara drakk og hlustaði og brosti.

í dag þreif ég húsið mitt til tilbreytingar, eða ekki. og svo henti ég unglingnum óþolandi öfugum út. það þarf mikið til að ég snappi en honum tekst einhvernvegin að vera stanslaust á mörkunum mínum. og í dag fór hann yfir þau. og fór út. og ég meira að segja öskraði á hann. það eru fáir til í þessum heimi sem hafa heyrt mig öskra. og það reiða.
ó já.

Engin ummæli: