þriðjudagur, júlí 10, 2007

ég þarf að kaupa batterí.
þegar ég verð búin að gera það mun ég tengja myndavélina mína við tölvuna og bregða á leik. ég er sko búin að fá mér síðu þar sem ljósmyndirnar mínar verða til sýnis þeim sem hafa áhuga. núna er ég bara búin að setja 3 inn af því að mig vantar batterí. svo ætla ég að vera dugleg að taka og setja inn. ég ætla að taka myndir af fjölskyldunni minni fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hana, af nágrönnunum fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá og af umhverfinu og því sem ég sé á förnum vegi fyrir þá sem hafa áhuga á því. þeir sem hafa ekki áhuga á neinu af áðurnefndu geta bara gert eitthvað annað.
http://www.flickr.com/photos/hryssa/

Engin ummæli: