föstudagur, júlí 27, 2007

það er ennþá fimmtudagur hjá mér. þess vegna er ég ekki enn búin að fara til tannréttingalæknisins. það er á morgun. mañana, eins og þeir segja.

hvað er annars að frétta? allt gott?
jú jú, svosem, allt í besta lagi bara...

erum að hugsa um að skreppa úr bænum um helgina. breyta um umhverfi. vandamálið er bara hver á að gefa skjaldbökunum að eta. týri fær úr sjálfskammtandi matarílátunum.
það minnir mig á brandarann um sjálfvirka skeinarann sem pabbi sagði mér þegar ég var lítil. hehe... sjálfvirkur skeinari.
nágrannakonurnar mínar voru um daginn að tala um skeiningar. kom þá ekki uppúr kafinu að þær kíkja aldrei á klósettpappírinn þegar þær skeina sér. segja að þeim verði óglatt við tilhugsunina. ég spurði í sakleysi mínu hvernig þær vissu þá að þær væru búnar að skeina sér almennilega. þær segjast finna það á áferðinni.
hmmm.... áferðin blekkir stundum hugsaði ég með sjálfri mér en sagði ekkert upphátt til að stressa þær ekki. en ég þykist viss um að þær séu stundum rauðar á rassinum ef þær treysta alltaf bara á áferðina. það er nauðsynlegt að kíkja. alveg óþarfi að vera svona pen í einrúmi á klósettinu.
tengdamóðir mín kúgast ef einhver minnist á hor. hor er bannorð heima hjá henni. og auðvitað kúkur og piss og allt það líka. en hún er voðalega viðkvæm fyrir hor. þess vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að segja henni að ég borðaði hor með bestu lyst alla mína barnæsku og sá ekkert athugavert við athæfið. man meira að segja eftir því að hafa tengt horið beint úr nefinu niður í munn og sogið....ha ha ha ha..... bernskuminningar. ef ég segði tengdamóður minni frá þessu myndi hún sennilega bara gubba um leið. óttaleg viðkvæmni er þetta... reyndar grunar mig að mexíkanar almennt séu haldnir ákveðinni hor-fóbíu. hérna sé ég t.d. aldrei eins og heima á íslandi karla sem sitja í bílunum sínum á rauðu ljósi og bora í nefið eins og þeir fái borgað fyrir það. ég held, svei mér þá, að ég hafi aldrei séð mexíkana eldri en 2ja ára stinga fingri í nös.

skiptir svosem ekki máli.... eða hvað?

Engin ummæli: