mánudagur, júlí 09, 2007

týri litli er farinn að aðlagast heimilinu. hann varð reyndar svolítið hissa í dag þegar síðburðurinn kom heim úr sólar- og sundferð með ömmu, afa og litlu frænkunum. þau höfðu nefnilega aldrei hist og hann bjóst sennilega ekki við því að þurfa að vera leikfang líka. en mér sýnist þeim koma vel saman.
í gær var hann horfinn meirihluta dags. ég heyrði ekki múkk og var farin að halda að hann hefði á óútskýranlegan hátt gufað upp úr læstu húsi. svo fann ég hann í gati á undir eldavélinni og asnabárðurinn komst ekki út. ég kallaði út björgunarsveitina og við vorum hér fimm nágrannakonur á hnjánum og maganum í langan tíma að bauka við að fá litla loðna fáráðlinginn undan eldavélinni. rori maður veronicu kom líka og tók næstum alla eldavélina í sundur. sem reyndist svo óþarfi svo að hann varð að setja hana saman aftur.... en ég var honum þakklát því hann er drullu hræddur við ketti. hann höndlar hvaða dýr sem er nema ketti. hinar kerlurnar voru endalaust að klóra í kálfana á honum því þeim þótti svo fyndið að sjá hann hoppa og góla.
rorí er svolítið fyndinn. hann talar alltaf við mann eins og lítið barn. svona gússí gússí. um daginn eftir nokkra áfengisdropa fór ég óvart að herma eftir honum. að honum fjarstöddum. loreto sofnaði úr hlátri og núna í hvert sinn sem rorí heilsar okkur byrja kerlur að tísta úr niðurbældum hlátri.

óþolandi unglingurinn fór í gær til júessei í herskólann sem reyndist eftir allt bara vera sumarbúðir með kajakferðum, hestum og sundi. hann er svo mikil frekja og klikkhaus að núna, á fyrsta degi, er honum að takast að sannfæra pabba sinn um að fara aftur heim á morgun.
við sem vorum farin að hlakka svo til að hvíla okkur á kauða.

Engin ummæli: