fimmtudagur, júlí 05, 2007

ég er að horfa á fréttir með öðru auganu.

uppi í sveit hrundi fjallshlíðin yfir rútu. nú þarf að grafa fólkið upp til að geta grafið það. dapurlegt.

annarstaðar uppi í sveit var herinn að eyða mörgum hekturum af maríjúanaekrum.

heima hjá kínverja í mexíkóborg fundust 268 milljón dollarar í hundraðdollaraseðlum. í sama herbergi voru 50 milljón evrur, 200 og eitthvað þúsund pesosar og einhver slatti af jenum. mig grunar að peningarnir hafi verið of óhreinir til að fara í bankann. þeir voru allavega of margir til að passa undir dýnuna.

púsluspilið er búið. það vantar 14 púsl. arg.

ég er ekki enn búin að finna mig í neinni sápuóperu. samt eru ábyggilega um 15 í gangi. þær heita allar mjög mögnuðum nöfnum. listin að elska. tvær konur, einn vegur. faðmaðu mig fast. stjúpmóðirin. svikakvendið. ég elska juan querendón. villihjarta. ást í ræktun.... þetta hljómar allt einhvernvegin væmnara á spænsku.

Engin ummæli: