miðvikudagur, ágúst 08, 2007

í dag eiga foreldrar mínir brúðkaupsafmæli ef ég man rétt. til hamingju með það.

dagurinn í dag fór í djúphreinsun heimilisins og tannlæknaferð. ég gafst upp á harðjaxlinum og fór að heimsækja hann javier. hann lagfærði ýmislegt. það var skondið að liggja í stólnum og fylgjast með því hvernig hann horfði rómantísku augnaráði á hana yfir kjaftinn á mér á meðan hann stakk nál ofaní tannrótina mína. mig grunar að hann hafi haldið að ég yrði að loka augunum af sársauka. en ég er hörkutól.
annars er maðurinn drullugóður tannlæknir. og þrisvar sinnum ódýrari en sá sem ég fór til í mexíkóborg. ég sagði nú bara takk fyrir kaffið við hann skal ég segja þér.

og núna á ég að vera að skrifa ritgerð. villtist bara aðeins hingað inn.
bráðum set ég inn myndirnar úr sundlaugunum.

Engin ummæli: