fimmtudagur, ágúst 02, 2007

hún á ammælí dag
hún á ammælí dag
hún á ammælún mamma mín
hún á ammælí dag
húrra húrra húrra húrra!

mamma mín, afmælisbarnið, hefur þann sið að syngja fyrir afmælisbörn. hún syngur þetta lag sem allir syngja, en gerir það við annað lag, öllu háfleygara. ef hún hittir ekki viðkomandi afmælisbarn syngur hún í símann. ef ekki í símann finnur hún leið, það eitt er víst að hún syngur.
ég ætla að syngja fyrir hana í símann. bara venjulega lagið samt. held ég.

fyrst ætla ég að fara að sofa.

Engin ummæli: