þriðjudagur, ágúst 07, 2007

jæja, nú erum við skriðin í bæinn eftir 3 daga í hita. merkilegt að það sé hægt að keyra í um 2 tíma og koma sér þannig í allt annað veðurfar. hefur víst eitthvað með hæðina yfir sjávarmáli að gera.
við eyddum þessum dögum okkar við að sulla í sundlaugum, sitja við sundlaugarbakkann, borða og spila dómínó. ansi kósí.
afleiðingarnar eru þreytt börn og brennt bak og bringa. ég sem þóttist hafa verið svo samviskusöm í sólarvörninni.

hótelið sem við vorum á var gömul svona ,,hacienda" í bæ sem heitir cocoyoc. mjög fallegur staður.

en núna erum við semsagt komin heim með nóg af rökum fötum sem eiga að fara í þvottavél, engan mat í ísskápnum, kött sem þarfnast athygli og króníska syfju.
á morgun gerum við okkur svo klár til að fara á fimmtudagsmorgni til tlaxcala á ,,rancho" þar sem við munum að því er mér skilst eyða helginni við að veiða fisk, fara á hestbak og borða góðan mat. og ég verð líka að læra.
sem minnir mig á það....

Engin ummæli: