laugardagur, ágúst 18, 2007

makinn vaknaði með bullandi hita. þar fór lærdómsfriðurinn. hann liggur í rúminu og dóttirin yfir mér.
mamma komdað púsla, mamma púsla, mamma komdað púsla, maaaaammaaaa....
ég þarf að læra fyrir próf elskan mín.
hvað eru próf?
nú þá fer ég í skóla þar sem einhver passar mig á meðan ég skrifa allt sem ég veit um það sem ég er að lesa núna og svo fæ ég einkunn.
hvað er einkunn?
það er númer sem ég fæ, ég fæ 10 ef ég verð roooosalega dugleg að læra, 8 ef ég er ágætlega dugleg að læra, 5 ef ég er ekkert rosalega dugleg að læra og ég ætla að reyna að fá góða einkunn.
ókey mamma, ég skil.
(þögn)
mamma.
já.
má ég eiga hana?
hana hverja?
einkunnina þína?
já já, þú mátt eiga hana.
frábært, þá ætla ég að setja hana í sparibaukinn minn og fara svo með hana í bankann.

Engin ummæli: