föstudagur, ágúst 17, 2007

foreldrarnir komnir í leitirnar. ég var við það að hringja í víkingasveitina.
sólin komin undan skýjunum. ég var við það að hringja í veðurstofuna.
sonurinn kominn útúr veikindunum. ég var við það að hringja á sjúkrabíl.
dóttirin komin á lappirnar. ég var við það að hringja uppá slysó.
makinn kominn með fæturna á jörðina. ég var við það að hringja í flugbjörgunarsveitina.
ég komin áfram í próflestrinum. ég var við það að hringja í sálfræðing.

það er aldeilis sem ég hef sparað símtölin í dag. það er eitthvað við blessaða föstudagana sem veitir gleði inní sálartetrin. sérstaklega þegar sólin skín og glaðleg tónlist hljómar í bakgrunni. ég er að hugsa um að slaka á í próflestrinum í dag, halda uppá lífið og tilveruna í staðin. á morgun ætlar svo makinn að fara í bæjarferð með börnin heim til móður sinnar hvar þau munu eyða tíma sínum framá sunnudagskveld og þar af leiðandi gefa mér frið til að lesa og lesa og lesa og lesa í tvo heila daga. brjóst mitt fyllist þakklæti og ró. ró er góð. ró ró ró jor bót djentlí dán ðe strím.

gleðilegan föstudag.

Engin ummæli: