fimmtudagur, ágúst 16, 2007

hér er allt óspennandi í dag. frumburðurinn með hita. síðburðurinn með sárabindi um ökkla eftir óvarlegt rúmhopp í gær. ég að lesa undir próf og makinn að búa til peninga. úti er skítafýla einhverra hluta vegna, sólin falin á bak við ský og ég með ofnæmi fyrir kettinum. ekki alveg uppáhalds dagurinn minn....
ég er að minnsta kosti búin að vökva blómin svo að þau eru kát.

foreldrar mínir virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. ef einhver rekst á par rétt undir og yfir 60 ára, hún lágvaxin í drapplitum og vínrauðum fötum, hann grá-létthærður með derhúfu í sportlegum fötum merktum regatta, þau gætu jafnvel verið með golfkylfur í hönd, þá má viðkomandi endilega biðja þau um að svara tölvupóstinum sínum.
og hafandi sagt það held ég áfram að lesa.

Engin ummæli: