miðvikudagur, ágúst 22, 2007

JAAAHÚÚÚ! ég er frjáls. ég er frjáls. frjáls eins og fuglinn er, frjáls og ég skemmti mér, ég er frjáls.
prófin búin, gekk bara hreint ágætlega, yrði amk mjög hissa á falli það er víst.
núna ætla ég að láta eins og ég eigi fjölskyldu.

kerlurnar í næsta húsi eru byrjaðar á fjórða 1000 bita púsli. ég er að hugsa um að segja pass.

það er eins og heilu fjalli hafi verið af mér létt.
og það er að koma föstudagur.
lífið gæti ekki verið betra.

svo er ég að fara að undirbúa afmælisveislur afkvæmanna. hugmyndir að kökum? anyone?

Engin ummæli: