miðvikudagur, ágúst 01, 2007

stundum langar mig að vera endalaust á ferðinni. eiga ekkert merkilegt annað en það nauðsynlegasta og þvælast um laus við skuldbindingar. gera bara það sem mig langar að gera. skulda engum neitt.
stundum langar mig að eiga lítið sætt hús með góðum og fínum húsgögnum, fallegu eldhúsi sætum barnaherbergjum og grónum garði. vinna á góðum vinnustað (veit þegar um einn sem hentar mér fullkomlega), og ferðast þegar ég á frí.
yfirleitt er ég einhverstaðar mitt á milli og það getur verið ruglandi.
en vegir liggja til allra átta um leið og hver vegur að heiman er vegurinn heim, enda ekkert fegurra en vorkvöld í reykjavík. og tilvera okkar er undarlegt ferðalag þar sem einn dag úti regnið grætur og næsta dag sól sól skín á mig.
hvað er að þér nú
þig vantar alla trú
ertu eitthvað sár
það streyma niður tár
þett´er ekki neitt
þú getur þessu breytt
æ og skammastu þín nú.
(syngist)

Engin ummæli: