laugardagur, ágúst 25, 2007

erum heima hjá tengdaforeldrunum yfir helgina. makinn með salmonellu. mikið gaman.
hér niðri í tveimur íbúðum búa tvær systur tengdapabbans. þær eru um sjötugt en rífast eins og litlar systur og skella hurðum hvor á aðra. svo tala þær ekki saman í nokkra daga, vikur eða mánuði. þær rífast oftast útaf ketti annarar eða yfir því hvor þeirra sé meiri kerling. ég held að þær tali saman í dag. er samt ekki viss.

púslukerlingarnar og ég fórum saman að borða morgunmat á veitingahúsi í morgun. hérna fara heimavinnandi húsmæður oft saman út að borða á morgnana á meðan indíánakonur þrífa húsin þeirra og börnin eru í skólanum. þar borða þær megrunarmorgunmat, en leggi þær í eitthvað sem er ekki megrunar, tala þær endalaust um það. svo kvarta þær yfir öðrum konum, kennurum barna sinna og gæludýrunum sínum og skiptast á ráðleggingum um heimilishald og barnauppeldi.
ég borða bara eitthvað sem mér finnst gott og hlusta.

áðan var ég dregin inná hárgreiðslustofu. hérna fyrir framan tengdaforeldraheimilið er lítil hárgreiðslustofa sem heitir the world. sem er fyndið af því að starfsfólkið getur ekki borið nafnið fram og svarar þessvegna frekar kjánalega í símann. þau þekkja mig frá fornu fari og um leið og ég birtist var ég dregin inn. hárið á mér litað, sem er fínt því þau gráu voru farin að gægjast fram, og snyrtir endarnir. núna er ég voða sæt.

en dóttirin er að grenja úr þreytu svo ég er farin í bili.

Engin ummæli: