fimmtudagur, ágúst 23, 2007

fór áðan til javiers tannlæknis. kynþokkafulla aðstoðarstúlkan er horfin og önnur eldri, þéttvaxnari og síður spennandi komin í staðin. og einhverra hluta vegna byrjaði javier allt í einu að segja mér frá börnunum sínum. fékk mig til að hugsa...
en hann skellti amk. krónu yfir ónýta jaxlinn en til þess að koma henni fyrir þurfti hann að ýta tannholdinu vel í burtu. og nú ligg ég og grenja af sársauka. myndi helst vilja sofna og vakna þegar allt væri komið í lag aftur. en ég er ekki syfjuð.
ég sem ætlaði að vera svo úberhress eftir prófin er komin undir sæng og vil ekki tala við neinn. nema ykkur auðvitað...
en á morgun verð ég fín. pottþétt.
systir mín litla er komin yfir hafið til ameríkunnar. núna er hálf familían á íslandi og hinn helmingurinn í vestri. ég er í suðvestri. lóa bara í vestri. vona að hún villist ekki í vestrinu. mexíkanar kalla bandaríkjamenn gringos. bandaríkin kalla þeir gringolandia. það finnst mér hnyttið.
nema hvað... mér er illt.
vinsamlegast haldið áfram að koma með kökuuppskriftirnar. ég ætla nefnilega að baka svo mikið. er að fá um 50 manns í afmæli og það krefst margra kakna.
kakna?

Engin ummæli: