þriðjudagur, ágúst 21, 2007

þetta er að koma. í dag er síðasti dagur í próflestri, á morgun er prófið og voilá.
í gær fór ég í fyrra prófið, keyrði ein alla leið í háskólann sem er hér í næsta bæ og ráfaði þar um ganga þar til ég fann veronicu. konuna sem bauðst svo fallega til þess að aðstoða mig við að taka próf. hún reyndist vera um fimmtugt, sennilega rúmlega það, ljóshærð og bláeygð af því að ömmur hennar og afar voru öll þýsk. veronica tók á móti mér með stóru faðmlagi og kossi á kinn eins og hún hefði þekkt mig alla ævi og verið farin að sakna mín. hún kallaði mig elskuna sína, lífið sitt og himininn sinn í hvert sinn er hún sagði eitthvað við mig. hún skellti prófinu á skrifborðið sitt þar sem ég settist, hún settist við tölvuna, kveikti á bítlunum, drakk kaffi og spjallaði í símann og við einhvern á msn. og ég skrifaði. þessar mjög svo heimilislegu aðstæður komu mér í afslappaðan gír ólíkt því sem ég upplifi þegar ég sit í algerri þögn innanum tugi stressaðra nema og manneskja situr fyrir ofan mig og skimar hópinn.
ég er að hugsa um að taka öll mín próf í framtíðinni á skrifstofunni hjá veronicu.

Engin ummæli: