nú og svo fór ég með síðburðinn í sprautu og skoðun í morgun. stór og fín eins og bera ver.
sú litla tók sig til og endurraðaði biðstofunni hjá lækninum, enda mikið fyrir að færa stóla. svo tók mín einn lítinn grænan barnastól, setti hann í mitt herbergið, settist á hann allsnakin og fór að lesa bók á hvolfi. í hvert sinn sem einhver gekk inn leit hún uppúr bókinni og sagði : alló!
ansi kómísk sú stutta, svona eins og mamma sín...
með þessari læknisheimsókn og lyklaskilum í framhaldi var þessari viku opinberlega skipt út fyrir rólegra hversdagslíf. nú er ég hætt að vera rosalega bissí og get loksins farið að einbeita mér að því að dusta rykið af nýja heimilinu, raða húsgögnum og plokka svo uppúr kössunum alla fjársjóðina mína. það þarf að klára eldhúsið (ef þú veist hvernig maður snýr sér í því að láta skera flísar máttu endilega kommentera í gestabókina), það þarf að sækja bókahilluna í vinnuna til pabba, raða fötum í fataskápinn og skúffurnar og svo framvegis og svo framvegis.
ekki það skemmtilegasta, en verður að klárast.
ég kláraði framkomunámskeið eddu björgvins í gærkvöldi. það var gaman. nú syng ég hátt í bílnum mínum og anda djúpt og er ánægð með að vera eins og ég er. ég hef sosum oft sungið í bílnum og andað djúpt og er yfirleitt ansi ánægð með mig, en það er alltaf gott að fá aðra til að minna sig á svona hluti. o sei sei
ég er svo að hugsa um að loka mig af í litlu glerkúlunni minni og hætta algerlega að fylgjast með fréttum. fréttirnar gera það svo sárt að búa í þessum heimi og það er svo óskiljanlegt að mannskepnan sé svona mikil skepna og svona heimsk og mikið skrýmsli að mér er hreinlega farið að vera illt í maganum og óglatt.
hvernig tókst okkur að skemma tilveruna svona? hvað gerðist, hvar, á hvaða tímapunkti og hverjir voru þar að verki? ég hef bara hitt svo indælt fólk á stuttu rölti mínu um jörðina, allt fólk sem myndi ekki gera flugu mein, sammála um lífið og tilveruna í grófum dráttum og hjálpsamt.
þegar ég er hlusta á fréttir þessa dagana þá er fáviska mín er alger, máttleysi mitt yfirþyrmandi, reiði mín og vonbrigði fullkomin. ég vil ekki þurfa að búa við þessa óöryggistilfinningu. því ætla ég að búa mér hana til inni í glerkúlunni minni. svo er einhver vinsamlegast beðinn um að banka og láta mig vita þegar allt er yfirstaðið og heimurinn orðinn fallegt heimili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli