ég er farin að frussa alltaf óvenju mikið þegar ég tala. það er ekki gott mál. ætli þetta þýði ekki bara að ég eigi að drífa mig í leiklistarskólann, því leikarar eru jú fólk sem fær borgað fyrir að frussa þegar það talar. svei mér þá, gott ef ég var ekki að enda við að fá alveg hreint brilljant hugmynd!
hvernig verður fólk snobbað? hvað þarf að gerast í lífi fólks, eða við hvaða aðstæður þarf það að alast upp til þess að verða snobbaðir monthanar með meirimáttarkennd? hvernig er hægt að búa til fólk sem finnst það í raun og veru vera á einhvern hátt yfir einhvern annan hafið? við erum vissulega mis-heppin og mis-klók við að notfæra okkur möguleikana, eigum mis-góða og mis-marga valkosti og fáum mis-jöfn tækifæri á lífsleiðinni. þessi heimur er mis-heimur. en ekki bætir úr skák þegar einn helvítis hópur af fólki ræður öllu um alla hina, stýrir því og stjórnar með litlaputta, heldur peningunum innan eigin hóps og þykist í þokkabót vera eitthvað merkilegri og betur heppnaðar mannverur.
pakk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli