mánudagur, mars 22, 2004

geisp....
mikið var erfitt að vakna í morgun. mikið er erfitt að halda sér vakandi yfir kennitölum og iðgjöldum. mikið langar mig undir sæng.
ég er með batanga.com í vinstra eyra, stundum hressilegt, stundum svæfandi, en alltaf skemmtilegt. mig er eiginlega farið að langa að kíkja til le mexique að heilsa uppá liðið. mig er líka farið að langa til kúbu að skoða tímagatið. mig er farið að langa að þurfa ekki að vinna fasta vinnu og vera innanhúss lungann úr deginum. mig er farið að langa í hlýtt veður.
talandi um hlýtt veður...mikið skratti er dýrt fyrir par með smákrakka að kíkja í húsdýragarðinn. greiddi heilar 11 hundruð krónur fyrir að finna skítalykt og skoða latar og loðnar hrúgur á básum. sú litla skemmti sér þó frábærlega þar sem hún urraði á svínið, muaði á kýrnar og sló hestinn Hildu utanundir. gott að grey dýrin eru orðin vön urrandi brjáluðum dvergum. ég get nú samt ekkert að því gert að dýraverndunarsinninn í mér fær alltaf kökk í hálsinn þegar ég horfi uppá ófrjáls dýr. ég er eiginlega svona anti-domestication-sinni. við verðum að læra upp á nýtt að lifa með náttúrunni og hætta að vera stanslaust að troða henni undir hælinn.
get nú bara sagt það að aumingja Guttormur naut virkaði ekki kátur á mig og ég sá ekkert dýr brosa nema kattarskrattann sem sat á afgreiðsluborðinu á meðan var verið að okra á mér. ég held að kettir glotti því það eru frekar þeir sem hafa tamið okkur en við þá. hin dýrin glotta ekki.
jæja, nóg um það.
hvað getur fólk sem ekki drekkur kaffi gert til að vakna?

Engin ummæli: