mánudagur, mars 08, 2004

komst að því í gær að allar hurðir í íbúðinni minni eru bognar. get þal ekki lokað nema útidyra. það er sosum nóg fyrir mig í bili... sjarmerandi skratti. inni á baði er svona lás sem maður stingur titti í gat. svona fallusarlás.. he he. eníhú, þá er hurðin svo undin að þegar maður ætlar að stinga tittinum í gatið verður að leggjast á hurðina og reyna að beygla hana tilbaka svo hægt sé að læsa. ef þetta er orðið svona mikið mál, nú þá fer það bara að verða spurning um að læsa andskotann ekki neitt. enda fer fátt fram á baðinu sem aðrir ættu ekki að þekkja. óviðkomandi hrekjast hvort eð er snöggt frá þegar alvarlegar aðgerðir eru í gangi... stressum okkur nú ekkert á því...
af skrifstofunni er allt fínt að frétta. í dag bárust yfirlit vegna skattaframtala til fólks. reyndust öll vera vitlaus svo við þurftum að byrja upp á nýtt og ég hef eytt deginum í að segja sjöþúsund sinnum á klst. nákvæmlega sama hlutinn í símann. sem er sosum ágætt miðað við heilaskaðað ástandið á mér eftir að bera kassa niður og upp og niður og upp og niður og upp etc... í gær í roki og rigningu í þokkabót. þú hefðir átt að sjá upplitið á okkur hjónakornum.
svo voru kassafjöll komin innum alla íbúð, allir saddir eftir dinner hjá mömmu, börnin komin í gömul rúm á nýjum stað, ég fann til föt fyrir daginn í dag, tvo diska, tvær skeiðar, kókópöffs og mjólk og punktur. heilinn í mér fór á off og ég hef ekki getað hugsað síðan. spurning um að fara að tjúnna sig í gír fyrir kvöldið því ég mun fljótt verða geðveik á kassalifnaði. svo vöknuðu nottlega allir í morgun og byrjuðu "mamma, hvar er leikfimisdótið mitt, mamma, ég er í trompet í dag, mama túta (sem þýðir á lottlensku, ég er búin að skíta á mig)"osfrv út í hið óendanlega. ég sá bara stjörnur, rótaði á yfirborðinu í nokkrum kössum, fann ekki neitt og gafst upp. en ég tók samt kúkinn.
það er sko ekki sopið draslið þó í íbúðina sé komið.
ég endaði kvöldið á því að færa til kassana svo sæist í sjónvarpið og horfa á gunnar í krossinum og sigmund erni ræðast við. mikið var nú hann simmi að rembast við að negla kallinn. ég hélt við vissum öll fyrir löngu að gunni verður aldrei negldur, maðurinn er eigandi sannleikans, hvurjum fjandanum ætlarðu að troða uppí hann? it is because it is because it is because it is..... eiginlega bara leiðinlegt að rökræða við svona fólk því það er eins og að reyna að hagga steinsteypufíl. nenni ekki einu sinni að eyða kröftum í að ræða grjótheilann.(er nú samt að því)
pípuhattaleiga tómasar góðan dag!...

Engin ummæli: